Ökunám

Þegar ökunemi hefur sótt um námsheimild til sýslumanns er hægt að byrja ökunámið.

Hefja má ökunám við 16 ára aldur. Þegar búið er að velja ökukennara þarf ökunemi að sækja um ökuskírteini til sýslumanns. Þegar umsókninni og öllum fylgigögnum hefur verið skilað gefur sýslumaður út námsheimild. Þá er hægt að byrja ökunámið.

Til að sækja um þarf að skila inn:

a) Rafrænni umsókn um námsheimild
(smelltu hér)
OG
b) Fylgigögnum (sem ökunemi þarf að fara með á skrifstofu sýslumanns):

  • Passamynd (35 x 45 mm)
  • Sjónvottorð og/eða læknisvottorð (ef þarf, sjá leiðbeiningar í rafrænni umsókn)
  • Ökunemi þarf að mæta á staðinn og gefa undirskrift sína

AF GEFNU TILEFNI:
Sýslumaður gefur ekki út leyfi fyrr en öllum nauðsynlegum gögnum (og undirskrift) hefur verið skilað. Það er ekki nóg að skila bara inn rafrænu umsókninni. Vert er að ítreka að það er ólöglegt að hefja ökukennslu áður en sýslumaður hefur gefið út leyfi.

ÖKUNÁMSBÓK:
​Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig ökunemar geta skoðað rafræna ökunámsbók.

Ferill ökunáms:

Kostnaður

Ökunám er fjárfesting í öryggi. Flestir ökunemar munu nota ökuréttindi sín í 50-70 ár, eða jafnvel lengur.
(Verð hér að neðan miðast við febrúar 2024.)

Ökutímar

Hver 45 mínútna ökutími hjá Elínu kostar 14.000 kr.

Reglugerð gerir ráð fyrir a.m.k. 15 ökutímum.

= frá 210.000 kr.

Ökuskólar

Í Ökuskólum 1 og 2 lærir ökuneminn bóklega hlutann af ökunáminu. Ökuskóli 3 er blanda af bóklegu og verklegu námi.

Ökuskóli 1: 9.900-13.500 kr.
Ökuskóli 2: 8.900-13.500 kr.
Ökuskóli 3: 49.500 kr.

= frá 68.300 kr.

Annar kostnaður

Umsókn um
ökuskírteini: 4.300 kr.

Kennslubók: 1.990-4.900 kr.

Bóklegt próf: 6.550 kr. 
Verklegt próf: 17.370 kr.

Leiga á kennslubíl í prófi: 12.000 kr.

= frá 42.210 kr.

Breytingar á
umferðarmerkjum 2024:

Samantekt

Breytingar á
umferðarlögum 2020:

Samantekt
Lögin í heild

Upplýsingar um ökunám og ökuréttindi:
 Hjá Samgöngustofu
 Hjá sýslumönnum

Hvað máttu keyra með B-réttindi (almenn ökuréttindi)?
 Smelltu hér

Endurveiting ökuréttinda


Svipting á bráðabirgðaskírteini:

Sérstakt ökunámskeið
Bóklegt próf
• Verklegt próf

Svipting á fullnaðarskírteini:
Í minna en eitt ár: Sækir ökuskírteini til lögreglu að sviptingartíma liðnum.
Meira en eitt ár: Sérstakt námskeið + Bóklegt próf + Verklegt próf.
Meira en þrjú ár: Sækir um að fá réttindin aftur, að þremur árum liðnum.
Ævilöng svipting: Sækir um að fá réttindin aftur, að fimm árum liðnum.

Ef þú þarft aðstoð við að fá aftur ökuréttindi:
Byrjaðu á að taka sérstaka ökunámskeiðið og klára bóklega prófið.
Hafðu svo samband. Við finnum próftíma og tökum einn 60 mínútna ökutíma til upprifjunar fyrir prófið.

Kostnaður (vegna aðstoðar við verklega prófið): 
60 mínútna upprifjunartími: 18.000 kr.
Leiga á kennslubíl í verklegt próf: 12.000 kr.
Auk þess próftökugjöld til Frumherja og námskeiðsgjald fyrir sérstakt ökunámskeið.