Hvað máttu keyra með B-réttindi
(almenn ökuréttindi)?

Almenn ökuréttindi gefa rétt til að aka fólks- eða sendibifreið sem er:

  • ekki þyngri en 3.500 kg
  • með sæti fyrir mest 8 farþega auk ökumanns
  • með tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd
  • með tengdan eftivagn sem er meiri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, en þá má leyfð heildarþyngd beggja ökutækja ekki vera meiri en 3.500 kg samtals

Ennfremur máttu aka:

  • léttu bifhjóli (skellinöðru)
  • bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum
  • torfærutæki t.d. vélsleða
  • dráttarvél
  • vinnuvél í umferð, en þó ekki vinna á hana nema þú hafir vinnuvélaréttindi

Sá sem er yngri en 21 árs má þó ekki stjórna bifhjóli á þremur hjólum sem er aflmeira en 15 kW.