top of page
Search

Námskeið um rafhlaupahjól og vespur

Updated: Oct 2, 2020

Það hefur varla farið framhjá neinum að notkun unglinga á vélknúnum ökutækjum hefur snaraukist á síðustu misserum. Rafhlaupahjól og vespur (létt bifhjól í flokki 1) eru orðin býsna algeng sjón. Eins og gefur að skilja eru notendur þeirra ekki alltaf vel að

sér í umferðarreglum, enda er ekki krafist ökuréttinda á þessi tæki.


Til að bjóða fræðslu um notkun þessara ökutækja útbjuggum við Frímann Baldursson, ökukennari (www.bprof.is), stutt námskeið til að fara með í skóla, og bjóðum það nú til allra grunnskóla í Árnessýslu.




Um er að ræða 30-40 mínútna námskeið þar sem farið er yfir helstu reglur sem gilda um þau vélknúnu farartæki sem unglingar mega nota, auk þess sem fjallað er um örugga notkun þeirra og hvernig minnka megi líkur á óhöppum og slysum.


Til að bóka slíkt námskeið er hægt að hafa samband á okutimar@gmail.com eða frimann@bprof.is.


Hér er umfjöllun frá heimsókn í Vallaskóla, í september 2020: https://www.vallaskoli.is/okutaeki-unga-folksins-fraedsla-a-unglingastigi/




33 views0 comments

Recent Posts

See All

Breytt gjaldskrá ökuprófa hjá Frumherja. Nýr samningur milli Frumherja og Samgöngustofu tekur gildi 1. júní. Í takt við það tekur ný verðskrá ökuprófa gildi. Verð fyrir hverja tilraun í bóklegu prófi

Kæri ökunemi! Ég verð í sumarfríi eftirtaldar dagsetningar í sumar: • 17.-30. júní • 16.-20. júlí • 9.-22. ágúst (óstaðfest) Þessa daga er ekki hægt að bóka ökutíma eða verklegt ökupróf. Sumarkveðja,

bottom of page