Search
Nýtt myndband: Biðskylda og stöðvunarskylda
Í fyrsta fræðslumyndbandinu fjalla ég aðeins um muninn á biðskyldu og stöðvunarskyldu, og hvernig okkur ber að fara eftir þeim merkjum. Myndbandið er tæpar 3 mínútur og er hér fyrir neðan, en er einnig aðgengilegt á Youtube-rás minni.
Myndböndin verða vonandi fljótlega fleiri, og eru bæði ætluð ökunemum til glöggvunar, og reyndum ökumönnum til upprifjunar.