top of page

Að hefja ökunám

Ökunám má hefja við 16 ára aldur. Ökuneminn, eða foreldrar/forráðamenn hans - eftir atvikum, velur sér ökukennara og hefur samband við hann. Ökukennarinn getur veitt hagnýtar upplýsingar og svarað spurningum sem ökuneminn eða foreldrar/forráðamenn kunna að hafa, t.d. um fyrirkomulag, kostnað og næstu skref.

Við val á ökukennara er ágætt að hafa í huga að sumir bjóða líka kennslu á sjálfskipta bíla. Þeir sem læra á sjálfskiptan bíl fá einungis réttindi til akstur sjálfskiptra bíla. Fyrir ökunema sem eiga einhverra hluta vegna erfitt með kúplingu eða gírskiptiferlið getur þetta verið góð lausn.

Áður en verklegt kennsla hefst þarf ökunemi að sækja um námsheimild. Eftir lagabreytingar 2020 er ökukennara ekki heimilt að byrja kennslu fyrr en námsheimild liggur fyrir.

Ökuneminn sækir sjálfur um námsheimild hjá sýslumanni.

Það er gert með því að skila inn:

a) Rafrænni umsókn um námsheild til sýslumanns (sjá hér)

b) Fylgigögnum (sem þarf að fara með til sýslumanns og ekki hægt að skila raffrænt): 


• Passamynd (35 x 45 mm)
• Heilbrigðisyfirlýsing, sjónvottorð og/eða læknisvottorð (sjá leiðbeiningar í rafrænu umsókninni)


Einnig þarf umsækjandi (ökunemi) að mæta á staðinn og gefa undirskrift sína.

 

Smelltu hér til að skoða meira um feril ökunáms.

bottom of page