Akstursmat

Til að skipta úr bráðabirgðaskírteini í fullnaðarskírteini þarftu fyrsta að fara í akstursmat til ökukennara.

Bráðabirgðaskírteinið gildir í þrjú ár, en þegar þú hefur keyrt í 12 mánuði án þess að fá punkt í ökuferilsskrá getur þú sótt um fullnaðarskírteini.

Þú byrjar á að fara í akstursmat til ökukennara. Að því loknu færðu sendan hlekk til að sækja um fullnaðarskírteini.

Akstursmat er ekki próf, og því ekki hægt að falla á því.
Það byrjar á því að ökumaður fyllir út sjálfsmat. Að því loknu keyrir hann eftir leiðbeiningum ökukennara, sem fylgist með sömu atriðum og fjallað var um í sjálfsmatinu.
Í lokin fer ökukennarinn svo yfir niðurstöður og ber saman við sjálfsmatið.

Tilgangurinn með akstursmati er fyrst og fremst að rifja upp og gefa ökumanni góð ráð ef eitthvað má betur fara. 

Akstursmat tekur um 45-50 mínútur. Hægt er að framkvæma það á kennslubíl eða eigin bíl (sem þarf þá að vera með fulla skoðun, í lagi og snyrtilegur að innan).

Bókaðu tíma í akstursmat.

Upplýsingar um akstursmat og fullnaðarskírteini.


Akstursmatið byrjar á sjálfsmati.

Kostnaður – akstursmat

Á eigin bíl

Akstursmat: 12.000 kr.

Á kennslubíl

Akstursmat: 14.000 kr.

Annar kostnaður

Umsókn um
fullnaðarskírteini: 8.600 kr.