
Akstursmat
Ökumaður sem hefur bráðabirgðarökuskírteini þarf að ljúka akstursmati áður en hann sækir um fullnaðarskírteini.
Í akstursmati er kannað hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.
Til að fara í akstursmat þarf ökumaður að:
• Vera punktalaus síðustu 12 mánuði.
• Hafa samband við ökukennara (þarf ekki að vera sami ökukennari og kenndi áður) og bóka tíma í akstursmat.
Hvað er gert í akstursmati?
• Þú fyllir út sjálfsmat á eigin aksturshæfni.
• Þú keyrir stuttan hring, með þínu venjulega aksturslagi.
• Ökukennarinn ber saman sitt mat og sjálfsmatið þitt og gefur þér endurgjöf.
Hvað svo?
• Þú ferð með matsblað frá ökukennaranum til sýslumanns og fyllir út umsókn um endurnýjun á ökuskírteini (með fylgigögnum ef á þarf að halda).
Flóknara er það ekki!
Kostnaður
Þú getur valið að gera akstursmat á þínum eigin bíl. Hann þarf að vera skoðaður og í lagi.
Akstursmat á eigin bíl kostar 10.500 kr.
Akstursmat á kennslubifreið (Kia Sportage, fjórhjóladrifin, beinskipt) kostar 12.500 kr. (febrúar 2023)
Frekari upplýsingar
Sjá upplýsingar um akstursmat á heimasíðu Samgöngustofu með því að smella hér.